Skip to Content

Dæmigerð slétta - fundur fyrir alla félagsmenn

Tími: 
Fimmtudaginn, 19. febrúar 2015 - 16:15
Staðsetning: 
í stofu VR-158 í VR-II við Hjarðarhaga

Fundur verður haldinn í Íslenska stærðfræðafélaginu fimmtudaginn 19. febrúar kl 16:45 í stofu VR-158 í húsi Verkfræði-og náttúruvísindasviðs HÍ, sem stendur við Hjarðarhaga.

Fundurinn hefst með hefðbundnum kaffiveitingum, en kl 17:15 heldur Sigurður Örn Stefánsson fyrirlestur, sem ber yfirskriftina „Dæmigerð slétta“.

Sigurður Örn hefur þetta að segja um efni erindisins: „Ég mun lýsa því hvernig má velja sléttu af handahófi og útskýra hvernig það er náskylt viðfangsefninu að velja samfellt fall af handahófi. Þá mun ég lýsa nokkrum eiginleikum dæmigerðrar sléttu. Kennilegir eðlisfræðingar hafa lengi velt sambærilegum spurningum fyrir sér meðal annars í rannsóknum á skammtaðri þyngdarfræði. Nýlega hafa líkindafræðingar fengið áhuga á viðfangsefninu og margar áhugaverðar niðurstöður hafa litið dagsins ljós á undanförnum árum.“

Fyrirlesturinn er hugsaður fyrir breiðan hóp og eru félagsmenn því eindregið hvattir til að mæta.