Jólafyrirlestur Íslenska stærðfræðafélagsins
Jólafundur Íslenska stærðfræðafélagsins verður haldinn þann 30. desember kl. 16 í stofu 132 í Öskju, Háskóla Íslands.
Fundurinn hefst að venju á kaffispjalli og í framhaldinu flytur formaður félagsins stutt yfirlit yfir starfsemina á árinu. Svo mun Gunnar Þór Magnússon halda jólafyrirlestur sem ber heitið Málsvörn meðaltals.
Ágrip: Gagnasett á borð við kvartett Anscombes og gagnasárustylftina hafa verið notuð til að færa rök fyrir að tölfræðilegu tólin meðaltal og staðalfrávik séu ekki nógu góð til síns brúks. Við ætlum að skoða þennan málflutning og reyna að verja þessa rótgrónu vini okkar, en besta vörnin er góð sókn.
Kærar kveðjur og gleðileg jól,
stjórnin