Skip to Content

Látum $\Delta ABC$ vera þríhyrning og $P$ vera ofanvarp $A$ á línuna í gegnum $B$ og $C$. Strikið $AP$ kallast hæð þríhyrningsins frá hornpunktinum $A$ og punkturinn $P$ kallast fótpunktur hennar. Hæðin er oftast táknuð með bókstafnum $h$ eða $h_A$ ef við viljum tilgreina hornpunktinn.

Eins og sést á myndinni þarf fótpunktur hæðarinnar frá hornpunktinum $A$ alls ekki að liggja á hliðinni $BC$. Margir leyfa sér þó að tala um „hæðina á hliðina $BC$“.

Hæðina má nota til að finna flatarmál þríhyrningsins \[F=\frac{1}{2} h_A |BC|.\]

Setning:   Hæðir þríhyrnings skerast allar í einum punkti.

Hér á að vera hreyfimynd en því miður er ekki hægt að birta hana. Til að sjá myndina þarf að að setja upp Java.