Skip to Content

Bayesísk tölfræði - fundur fyrir alla félagsmenn

Tími: 
Fimmtudaginn, 10. apríl 2014 - 16:45
Staðsetning: 
í stofu VR-157 í VR-II við Hjarðarhaga

Fundurinn hefst kl. 16:45 í stofu VR-157 í VR-II við Hjarðarhaga með hefðbundnum kaffiveitingum, en kl 17:15 heldur Birgir Hrafnkelsson fyrirlestur, sem ber yfirskriftina „Samanburður á Bayesískri tölfræði og klassískri tölfræði“. Birgir lýsir efni erindisins á eftirfarandi hátt:

„Mikill munur er á grunnhugsun í Bayesískrri tölfræði og klassískri tölfræði. Innan Bayesísku tölfræðinnar eru óþekktir stikar höndlaðir sem slembistærðir en innan klassísku tölfræðinnar eru þeir höndlaðir sem fastar með óþekkt gildi. Í þessu erindi eru Bayesíska tölfræðin og klassíska tölfræðin bornar saman út frá metlum, bilmati og tilgátuprófum með aðgengilegum dæmum.“

Hér er á ferðinni fyrirlestur um áhugavert viðfangsefni, sem er ofarlega á baugi í umræðu um tölfræði. Hann er hugsaður fyrir breiðan hóp og eru félagsmenn því eindregið hvattir til að mæta.