Ákvörðun erfða litninga - Fundur fyrir alla félagsmenn
Fundur verður haldinn í félaginu fimmtudaginn 10. mars í stofu VR-152 (við Dunhaga). Að venju hefst hann með kaffidrykkju kl 16:45, en kl 17:15 heldur dr. Bjarni V. Halldórsson dósent við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík fyrirlestur sem hann gefur yfirskriftina:
Ákvörðun erfða litninga
Efni fyrirlestrarins lýsir Bjarni svo:
Velflestir einstaklingar erfa eitt mengi 23 litninga frá hvoru foreldri. Þó að tækni til að ákvarða erfðaefni hafi fleygt fram seinustu ár, er ekki með beinum hætti hægt að ákvarða litningana né sjá hvaða litning einstaklingar erfa frá hvoru foreldri. Til þess eru notaðar stærðfræðileg líkön sem að gefa sér bæði forsendur úr erfðafræði og um villutíðni frá mælitækjum. Í þessum fyrirlestri verður fjallað um nokkrar þessara aðferða og notkun þeirra.
Sjáumst vonandi sem flest!