Solitons and nonlinearity - fundur fyrir alla
Fundur verður haldinn í félaginu þriðjudaginn 27. mars í stofu V-158 í VR-II við Hjarðarhaga. Að venju hefst fundurinn með kaffidrykkju kl 16:45, en kl 17:00 heldur Anthony Thomas Lyons fyrirlestur sem hann nefnir Solitons and nonlinearity
Abstract: Solitons (or solitary waves) have played an important role in mathematics and physics since first observed by J. S. Russel in 1834.
Solitons arise in many natural phenomena: optical solitons in glass fibres, undular bores in estuaries, atmospheric solitons in cloud formations, as well as in protein and DNA structures. Solitons are of interest as they are a nonlinear phenomenon, arising from the interplay between dispersive and nonlinear effects. In this talk an overview of the mathematical development of soliton theory is presented and we will outline briefly the method of the inverse scattering transform as one means of constructing soliton solutions in some hydrodynamic models.
Um fyrirlesarann: Tony Lyons er lektor í stærðfræði við Waterford Institute of Technology við deild tölvunarfræði, stærð- og eðlisfræði. Hann lauk BA gráðu í kennilegri eðlisfræði frá Trinity College Dublin árið 2004, MA í kennilegri eðlisfræði frá Vrije Universiteit Amsterdam árið 2007 og doktorsprófi í stærðfræði frá Dublin Institute of Technology árið 2013. Í kjölfarið starfaði hann sem nýdoktor í University College Cork Írlandi og hefur starfað við Waterford Institute of Technology síðan haustið 2015. Helsta rannsóknarefni Tonys er ólínuleg greining, sér í lagi á sviði vatnafræðilegra straumlíkana. Hann beitir m.a. aðferðum litrófsfræði og diffurrúmfræði við að leysa ólínuleg vatnafræðileg verkefni og smíða vatnafræðileg straumlíkön.
Verið öll hjartanlega velkomin!