Rafmynt - fundur fyrir alla félagsmenn
Fundur verður haldinn í félaginu miðvikudaginn 18. apríl í stofu V-158 í VR-II við Hjarðarhaga. Að venju hefst fundurinn með kaffidrykkju kl 16:45, en kl 17:00 heldur Gunnar Stefánsson prófessor við HÍ fyrirlestur sem hann nefnir Rafmynt: Bitcoin og broskallar.
Í erindi sínu mun Gunnar fjalla um rafmyntir og taka dæmi um notkun Bitcoin og Broskalla. Farið verður yfir virkni myntanna gagnvart notanda, um uppbyggingu bunkakeðjunnar (blockchain) og hvernig fjármagnsfærslur fara fram. Fjallað verður um rafmyntamarkaði, en nú eru yfir 1500 rafmyntir til í heiminum, margar gerðar til þess eins að hafa fé af fólki, en sumar gagnlegar og fjölmargar hafa dregið til sín misgáfulegar fjárfestingar.
Um fyrirlesarann: Lesið um Gunnar Stefánsson á Vísindavefnum.
Verið öll hjartanlega velkomin!