Óravíddir: ferðalag um undraheima stærðfræðinnar
Tími:
Fimmtudaginn, 16. maí 2019 - 16:45
Staðsetning:
í stofu V-158 í VR-II við Hjarðarhaga Fundur verður haldinn í félaginu þann 16. maí í stofu V-158 í VR-II við Hjarðarhaga. Að venju hefst fundurinn með kaffidrykkju kl 16:45, en kl 17:00 heldur Jóhanna Ásgeirsdóttir erindi sem hún nefnir Óravíddir: ferðalag um undraheima stærðfræðinnar
Þar kynnir Jóhanna meistaraprófsverkefni sitt við listkennsludeild Listaháskóla Íslands sem hún vann undir handleiðslu Önnu Hrundar Másdóttur stærðfræðings og myndlistarkonu. Hluti af verkefninu er námsvefur sem útbúinn var í samvinnu við Torfa Ásgeirsson forritara.
Verið öll hjartanlega velkomin!