Fyrirlestur um tilfallandi ræð horn Langleys - Sigurður Jens Albertsson
Þriðjudaginn 16. apríl mun Sigurður Jens Albertsson flytja erindi um tilfallandi ræð horn Langleys. Fyrirlesturinn hefst klukkan 17.00 í VR-2, stofu 157 í HÍ. Eins og venja er mun vera heitt á könnunni frá 16.30.
Ágrip: Flestir hafa fengist við viðfangsefni þar sem reikna skal stærð horns í flatarmynd. Gjarnan er hornafallareglum á þríhyrninga beitt og þá er iðulega stuðst við tölulegar afrúnanir. Það kemur oft spánskt fyrir sjónir þegar stærð hornsins reynist vera heil tala gráða. Með sígildum aðferðum má sannreyna að svo sé, en þá oft með töluverðri fyrirhöfn. Ýmsar slíkar tilfallandi flatarmyndir finnast og í fljótu bragði ekki margt sem þær virðast eiga sameiginlegt fyrir utan duttlunguna. Þessar heillandi tiktúrur rúmfræðinnar verða kynntar og glöggvað á því hvernig þær koma til.