Skip to Content

Fundur með erindi

Tími: 
Fimmtudaginn, 25. mars 2010 - 16:30
Staðsetning: 
Stofa M1.08 í nýrri byggingu Háskólans í Reykjavík við Nauthólsvík

Fyrir fundinn mun Magnús Már Halldórsson leiða áhugasama um ný húsakynni Háskólans í Reykjavík. Mun sú leiðsögn hefjast kl. 16:30 og að henni lokinni verður boðið upp á veitingar að hefðbundnum hætti.

Klukkan 17:15 flytur svo Úlfar Stefánsson erindi sem hann nefnir: Almennt um þverstæðar margliður og sérstaklega um Müntz margliður.

Þverstæðar margliður m.t.t. almenns vægisfalls eru meginþema í klassískri stærðfræðigreiningu og hafa ótalmargar hagnýtingar. Við ræðum stuttlega um söguna og nýja vettvanga og þá sérstaklega notkun þeirra í slembifylkjafræði. Aðfelluhegðunin er lykilatriði og við skoðum nýjar aðferðir sem byggjast á Riemann-Hilbert vandamálum. Við ræðum síðan sérstaklega um Müntz margliður en þær koma upp í sambandi við hina fallegu Müntz setningu sem gerir Weierstrass setninguna almennari.

Úlfar Stefánsson útskrifaðist með BS próf í stærðfræði frá Háskóla Íslands árið 2004 og stundar doktorsnám í stærðfræði við Georgia Institute of Technology.