Skip to Content

Fundur með erindi

Tími: 
Fimmtudaginn, 3. desember 2009 - 16:45
Staðsetning: 
Stofu 158 í VR-II við Hjarðarhaga 6

Fundurinn hefst með veitingum að hefðbundnum hætti frá kl. 16:45.

Að þeim loknum, eða klukkan 17:15, flytur Viðar Hrafnkelsson erindi sem hann nefnir: Stærðfræðilegt líkan af metabolisma glúkósa og insúlíns.

Í þessum fyrirlestri verður kynnt stærðfræðilegt líkan af metabolisma glúkósa og insúlíns í mönnum. Líkanið lýsir áhrifum fæðu og hreyfingar sem eru helstu orsakir breytinga á glúkósa í blóði. Að auki lýsir líkanið útbreiðslu insúlíns í blóðflæði við sprautu undir húð og áhrifum þess á magn glúkósa í blóði. Hægt er að láta líkanið herma eftir metabolisma bæði heilbrigðs fólks og fólks með sykursýki tegund 1 og 2. Með útfærslu á líkaninu í tölvu er einnig hægt að útfæra ýmsar leiðir til meðferðar á sykursýki. T.d. er hægt að nota líkanið við prófanir á sjálfvirkri insúlínpumpu sem í rauntíma mælir insúlín og glúkósamagn í blóði og sprautar insúlíni undir húð í
samræmi við það. Þannig sjálfvirk insúlínsprauta er oft kölluð gervibris (artificial pancreas).

Viðar Hrafnkelsson fæddist árið 1981. Hann lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands 2001, BS í stærðfræði frá Háskóla Íslands 2004 og M.Sc. í hagnýttri stærðfræði frá Tækniháskóla
Danmerkur 2007. Hann er nú ráðgjafi hjá Kögun hf.