Aðalfundur 2022
Aðalfundur Íslenska stærðfræðafélagsins verður haldinn fimmtudaginn 26. janúar klukkan 17 í VR-II við Hjarðarhaga í stofu V-148.
Gott væri ef framboð til stjórnar og tillögur um önnur mál myndu berast okkur í tölvupósti í aðdraganda fundar.
Dagskrá fundarins verður sem hér segir:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar flutt.
3. Lagabreytingar.
4. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til afgreiðslu.
5. Umsóknir um félagsaðild bornar upp.
6. Kosning stjórnarmanna.
7. Kosning skoðunarmanns reikninga.
8. Ákvörðun árgjalds.
9. Önnur mál.
Við vonumst til að sjá sem flesta félaga á fundinum.
Bestu kveðjur frá stjórn félagsins.