Ráðstefna um sögu stærðfræði
Dagana 21. – 23. júní verður haldin alþjóðleg ráðstefna um sögu stærðfræðimenntunar á vegum Rannsóknarstofu um stærðfræðimenntun, Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Ráðstefnan verður haldin í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Á ráðstefnunnni flytja meðal annarra fjórir íslenskir fræðimenn erindi ásamt mörgum hinna þekktustu erlendu fræðimenna á þessu sviði. s.s. Jeremy Kilpatrick og Bernard Hodgson, aðalritari ICMI, International Commission on Mathematics Instruction.
Allir sem áhuga hafa á þróun stærðfræðimenntunar eru hvattir til að sækja ráðstefnuna og hlýða á fyrirlestra, einstaka eða alla. Nánari dagskrá, úrdrætti fyrirlestra og skráningareyðublað er að finna í viðhengjum. Vegna veitinga og ferða er nauðsynlegt að vita þátttöku með nokkrum fyrirvara. Frekari upplýsingar veitir Kristín Bjarnadóttir, krisbj@hi.is, farsími: 863 7647.
Viðhengi | Stærð |
---|---|
conf_abstracts.doc | 80.5 KB |
conf_skraning.doc | 73 KB |
Dagskra_Isl.doc | 104.5 KB |