Skip to Content

Ráðstefna og námskeið um stærðfræðikennslu

Dagana 15.-16. október verður ráðstefnan „Challenges in teaching mathematics: Becoming special for all“ haldin í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð. Í tengslum við hana verður námskeiðsdagur fyrir kennara14. október. Frestur til að skila inn erindum er til 30. júní. Skráning fer fram á vef ráðstefnunnar http://stofnanir.hi.is/norsma/ og þar er tengill fyrir skráningu erinda.

Að ráðstefnunni standa Norræn samtök fagmanna, rannsakenda og kennara, sem starfa undir heitinu Nordic Research network on Special Needs Education in Mathematics voru stofnuð árið 2001 af þekktum fræðimönnum innan tveggja fagsviða, stærðfræði og sérkennslu.Samtökin halda ráðstefnu annað hvert ár á Norðurlöndunum um kennslu nemenda sem eiga í erfiðleikum með stærðfræðinám þar sem kynntar eru rannsóknir á sviðinu.

Fyrirspurnir sendist á netfangið norsma5@gmail.com
Edda Óskarsdóttir, Grunnskóla Seltjarnarness
Hafdís Guðjónsdóttir, Háskóla Íslands, Menntavísindasviði
Jónína Vala Kristinsdóttir Háskóla Íslands, Menntavísindasviði
Dóróþea Reimarsdóttir, Dalvíkurskóla
Þóra Rósa Geirsdóttir, Háskólanum á Akureyri