Skip to Content

NORMA 11

NORMA 11 - Norræn ráðstefna um stærðfræðimenntun verður haldin í HÍ við Stakkahlíð dagana 11. – 14. maí 2011.

NORMA 11 er sjötta norræna ráðstefnan um rannsóknir á sviði stærðfræðimenntunar. Hún er haldin í samstarfi við NORME norræn samtök félaga um rannsóknir á sviði stærðfræðimenntunar. Á ráðstefnunni gefst rannsakendum á sviðinu tækifæri til að kynna rannsóknir sínar með ýmsum hætti. Nánari upplýsingar fyrir þá sem vilja kynna rannsóknarverkefni sín er að finna á heimasíðu ráðstefnunnar http://vefsetur.hi.is/norma11/ Frestur til að skila inn erindum er til 15. desember.

Aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar verða þau Marit Johnsen-Høines frá Háskólanum í Bergen, Núria Planas, Universitat Autonoma de í Barcelona, Bharath Sriraman, Háskólanum í Montana og Roger Säljö frá Háskólanum í Gautaborg.

Í fyrirlestri sínum mun Marit Johnsen-Høines fjalla um námsamtöl og hvernig þau þróast í gegnum samstarf kennaranema, kennaramenntunarstofnunar, grunnskóla og fyrirtækja. Sjónum verður beint að námsamtölum sem leið til starfsþróunar fyrir kennaranema.

Núria Planas um fjalla um tungumálanotkun í stærðfræðibekkjum þar sem nemendur tala fleiri en eitt tungumál. Rannsóknir benda til þess að mikilvægt sé að nemendur fái tækifæri til að læra stærðfræði á sínu eigin tungumáli en lítið gerist í þeim efnum í raun. Hún spyr: Hvers vegna?

Bharath Sriraman fjallar um stefnur og strauma í (norrænum) rannsóknum á sviði stærðfræðimenntunar. Hann hefur nýlega ritstýrt tveimur bókum Theories of Mathematics Education: Seeking New Frontiers (Sriraman & English, 2010) og The First Sourcebook on Nordic Research in Mathematics Education (Sriraman, Bergsten, Goodchild et al., 2010) og mun fyrirlestur hans byggja á því efni.

Roger Säljö mun í sínum fyrirlestri fjalla um hvernig börn þróa skilning sinn á stærðfræðilegum líkönum og skráningu í gegnum það að leysa orðadæmi. Orðadæmi hafa verið notuð í stærðfræðikennslu á frá upphafi og greining á hönnun þeirra getur varpað áhugaverðu ljósi á hugmyndir um menntun og félagsmótun við kennslu í læsi og stærðfræði

Frestur til að skrá sig sem þátttakanda í ráðstefnunni er til 15. mars 2010.