Almennt hafa marghyrningar engan innritaðan hring. Þó hafa þríhyrningar innritaðan hring og er miðja hans í skurðpunkti helmingalína horna þríhyrningsins.
Dæmi:
Myndin sýnir þríhyrning með innrituðum hring.
Látum $\Delta ABC$ vera þríhyrning og $P$ vera ofanvarp $A$ á línuna í gegnum $B$ og $C$. Strikið $AP$ kallast hæð þríhyrningsins frá hornpunktinum $A$ og punkturinn $P$ kallast fótpunktur hennar. Hæðin er oftast táknuð með bókstafnum $h$ eða $h_A$ ef við viljum tilgreina hornpunktinn.
Eins og sést á myndinni þarf fótpunktur hæðarinnar frá hornpunktinum $A$ alls ekki að liggja á hliðinni $BC$.
Ef hornpunktar marghyrnings liggja allir á gefnum hring, þá kallast hringurinn umritaður hringur marghyrningsins.
Almennt hafa marghyrningar engan umritaðan hring. Sérhver þríhyrningur hefur hinsvegar umritaðan hring og er miðja hans skurðpunktur miðþverla hliða þríhyrningsins.
Undirstöður rúmfræðinnar má rekja aftur til gríska stærðfræðingsins Evklíðs sem var uppi 300 f.Kr. Hann tók saman í Frumatriðunum, sem spanna 13 bækur, alla rúmfræði og talnafræði sem þekkt var á þeim tíma. Í fyrstu bókinni setti Evklíð fram fimm frumsendur fyrir rúmfræði í sléttu og notaði þær til að leiða út setningar um sléttuna. Þessar frumsendur eru:
Hægt er að teikna beint strik milli sérhverra tveggja punkta.
Hægt er að framlengja sérhvert beint strik í óendanlega langa beina línu.