Fyrir sérhverjar yrðingarp og q er p∧q (lesið: „p og q“) sú yrðing sem segir að p og q séu báðar sannar. Yrðingin p∧q er þess vegna sönn þegar yrðingarnar p og q eru báðar sannar, en annars er hún ósönn.
Fyrir sérhverjar yrðingarp og q er p∨q (lesið: „p eða q“) sú yrðing sem segir að a.m.k. önnur yrðinganna p og q sé sönn. Yrðingin p∨q er þess vegna ósönn þegar yrðingarnar p og q eru báðar ósannar, en annars er hún sönn.
Fyrir sérhverja yrðingup er ¬p (lesið: „ekki p“) sú yrðing sem fæst með því að neita yrðingunni p. Yrðingin ¬p hefur þess vegna alltaf öfugt sanngildi við yrðinguna p.