Processing math: 100%
Skip to Content

Látum M vera punkt í tiltekinni sléttu. Hringur með miðju M samanstendur af öllum punktum sléttunnar sem hafa tiltekna fasta fjarlægð frá M. Sú fjarlægð kallast þá geisli hringsins. Geislinn er oft táknaður með bókstafnum r.

Látum A og B vera tvo ólíka punkta sem liggja á tilteknum hring með miðju M. Þeir skipta hringnum í tvo hringboga með endapunkta A og B. Tveir punktar á hringnum tilheyra sama hringboganum ef þeir eru sömum megin við línuna AM og einnig sömum megin við línuna BM.

Hringskífa

Hringur í tiltekinni sléttu með miðju M og geisla r afmarkar hringskífu. Hún samanstendur af þeim punktum sléttunnar sem liggja annaðhvort á hringnum eða innaní honum.

Syndicate content