Gefnar eru fjórar heiltölur. Þegar þrjár þeirra eru lagðar saman fást útkomurnar $180, 197, 208, 222$. Hvert er gildi stærstu tölunnar af upphaflegu tölunum fjórum?
Svar: $89$
Lausn: Röðum tölunum fjórum eftir stærð og köllum þær $a, b, c$ og $d$, þannig að $d$ er stærst. Minnsta summa þriggja þeirra er $a + b + c = 180$. Ef viðleggjum saman $180 + 197 + 208 + 222 = 807$, fáum við út tölu sem er jöfn $3(a+b+c+d)$ og því er $a+b+c+d = 269$. Frá því drögum við $a + b + c = 180$ og ályktum að $d = 89$.