Gefið er strik $A B$, hringur með miðju $A$ sem liggur gegnum $B$
og annar hringur með miðju $B$ sem liggur gegnum $A$.
Ferningurinn $C D E F$ hefur tvo hornpunkta sína á strikinu
$AB$ og hina tvo hvorn á sínum hringnum, eins og myndin sýnir.
Reiknið hliðarlengd hans ef lengd $|A B|=1$.
Á hversu marga vegu er unnt að raða tölunum $1,2,\ldots,n$ í sæti þannig að eftirfarandi gildi fyrir sérhvert $i = 2,\ldots,n$: Talan í $i$-ta sæti er annaðhvort minni en allar tölurnar á undan eða stærri en allar tölurnar á undan.
Myndin sýnir tvo hringa í planinu og þrjá sameiginlega snertla þeirra. Punktarnir $G$ og $H$ eru skurðpunktar, en punktarnir $A$, $B$, $C$, $D$, $E$ og $F$ eru snertipunktar. Sýnið að strikin $GE$ og $FH$ eru jafnlöng.
Tiltekið leyndarmál felst í $n$ ólíkum staðreyndum. Í hópi $n$ manna veit hver sinn hluta af leyndarmálinu. Mennirnir skrifast á og í hverju bréfi upplýsir sendandi allt sem hann veit þá um leyndarmálið. Hver er minnsti fjöldi bréfa sem senda þarf þar til allir í hópnum þekkja alla hluta leyndarmálsins?
Fjarlægð milli mótlægra hliða í reglulegum áttflötungi er $d$.
Hver er lengd kantanna? (Reglulegur áttflötungur hefur sex horn, átta
hliðar og tólf kanta. Hliðarnar eru jafnstórir jafnhliða
þríhyrningar. Myndirnar sýna reglulegan áttflötung, á annarri myndinni er
hann gegnsær en á hinni ekki.)