Skip to Content

Úthlutun úr verðlaunasjóði Sigurðar Helgasonar

Verðlaunasjóður Sigurðar Helgasonar veitti tveimur nemendum í stærðfræði viðurkenningu 2. október síðastliðinn fyrir góðan námsárangur. Viðurkenninguna hlutu Alexander K. Bendtsen og Benedikt Vilji Magnússon, nemendur á þriðja ári í stærðfræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Heildarupphæð verðlaunanna nemur 12.500 bandaríkjadölum, jafnvirði rúmlega 1,5 milljónum króna.

Sjá nánar hér: https://hi.is/frettir/tveir_verdlaunadir_fyrir_frabaeran_arangur_i_staer...

Stærðfræði á Íslandi

Helgina 18.-19. október verður haldin stærðfræðiráðstefna á vegum félagsins á Reykjum í Hrútafirði. Dagskráin hefst um hádegi á laugardegi og lýkur um kaffileytið á sunnudegi.

Þátttökugjald er 28.000 kr og innifalið í gjaldinu er einnig kaffi og með því í hléum, hádegismatur á laugardegi og sunnudegi, kvöldverður á laugardagskvöldi og morgunmatur á sunnudeginum. Við vekjum athygli á því að drykkir eru ekki seldir á staðnum en þátttakendum er heimilt að taka þá með.

Jólafyrirlestur Íslenska stærðfræðafélagsins

Jólafundur Íslenska stærðfræðafélagsins verður haldinn þann 30. desember kl. 16 í stofu 132 í Öskju, Háskóla Íslands.

Fundurinn hefst að venju á kaffispjalli og í framhaldinu flytur formaður félagsins stutt yfirlit yfir starfsemina á árinu. Svo mun Gunnar Þór Magnússon halda jólafyrirlestur sem ber heitið Málsvörn meðaltals.

Fyrirlestur um erfðir þátttöku í rannsóknum - Stefanía Benónísdóttir

Fimmtudaginn 28. nóvember mun Stefanía Benónísdóttir, nýdoktor við Háskóla íslands halda fyrir lestur um erfðir þátttöku í rannsóknum. Fyrirlesturinn hefst 17:00 í stofu V-157, VR-II, Háskóla Íslands. Eins og venja er mun vera heitt á könunni frá 16:30.

Titill: "Erfðir þátttöku í rannsóknum" (E: The genetics of participation")

Eystrasaltskeppnin 2024

Dagana 14-18. nóvember fór Eystrasaltskeppnin í stærðfræði fram í Tartu í Eistlandi. Keppnin dregur að sér ungt og efnilegt stærðfræðifólk frá öllum löndum við Eystrasalt, auk Íslands, Noregs og eins gestalands sem í ár var Úkraína.

Forkeppni stærðfræðikeppni framhaldsskólanema 2024

Forkeppni stærðfræðikeppni framhaldsskólanema fór fram 3. október 2024 í framhaldsskólum landsins. Í ár tóku 204 nemendur þátt, 135 á efra stigi og 65 á neðra stigi, og komu þeir úr 14 framhaldsskólum.

Föstudaginn 11. október voru þeim 15 efstu á neðra stigi og 24 efstu á efra stigi veitt viðurkenningarskjöl auk þess sem þremur efstu þátttakendunum og hvoru stigi fengu bókaverðlaun. Þessum 39 þátttakendur er boðið að taka þátt í úrslitakeppninni næsta vor.

Fyrirlestur um dreififöll og notkun þeirra - Olivier Moschetta

Fimmtudaginn 24. október mun Olivier Moschetta við Háskólann í Reykjavík flytja erindi um drefiföll og notkun þeirra. Fyrirlesturinn hefst klukkan 17.00 í VR-2, stofu 261 í HÍ. Eins og venja er mun vera heitt á könnunni frá 16.30.

Bókarverðlaun fyrir framúrskarandi árangur í stærðfræði á stúdentsprófi

Íslenska stærðfræðafélagið hefur frá árinu 1952 veitt bókarverðlaun fyrir framúrskarandi árangur í stærðfræði á stúdentsprófi.

Fyrirlestur um tilfallandi ræð horn Langleys - Sigurður Jens Albertsson

Tími: 
16. apríl 2024 - 16:30
Staðsetning: 
Háskóli Íslands, VR-II, stofa 157

Þriðjudaginn 16. apríl mun Sigurður Jens Albertsson flytja erindi um tilfallandi ræð horn Langleys. Fyrirlesturinn hefst klukkan 17.00 í VR-2, stofu 157 í HÍ. Eins og venja er mun vera heitt á könnunni frá 16.30.

Aðalfundur 2024

Tími: 
30. janúar 2024 - 15:30
Staðsetning: 
VR-2, stofu 155 í HÍ

Kæru félagar.

Aðalfundur Íslenska stærðfræðafélagsins var haldinn þriðjudaginn 30. janúar klukkan 16:00 í stofu 155 í VR-II við Hjarðarhaga.

Dagskrá fundarins var sem hér segir:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar flutt.
3. Samstarfsverkefni félagsins á erlendum vettvangi.
4. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til afgreiðslu.
5. Umsóknir um félagsaðild bornar upp.
6. Kosning stjórnarmanna.
7. Kosning skoðunarmanns reikninga.
8. Ákvörðun árgjalds.
9. Önnur mál.

Nýja stjórn skipa
Benedikt Steinar Magnússon, formaður

Syndicate content