Skip to Content

Fundur með erindi

Tími: 
26. maí 2011 - 16:30
Staðsetning: 
Háskólinn í Reykjavík, stofa V.1.01

Georges Gonthier of Microsoft Research will give a talk at Reykjavik University, room V.1.01, on Thursday May 26. The meeting will start with refreshments at 4:30 pm and the talk will start at 5 pm. The title is: Verifying the Four Colour Theorem.

This is a joint event with ICE-TCS, the Icelandic Centre for Excellence in Computer Science at Reykjavik University.

John Milnor hlýtur Abelsverðlaunin 2011

Þann 23. mars tilkynnti norska vísindaakademían að John Milnor hlyti Abelsverðlaunin 2011. Frekari upplýsingar má nálgast á vef verðlaunanna.

Kynningarfundur um framhaldsnám

Tími: 
24. mars 2011 - 16:45
Staðsetning: 
Stofa 157 í VR-II

Það verður fundur hjá Íslenska stærðfræðafélaginu fimmtudaginn 24. mars í stofu 157 í VR-II, bygginu Verkfræði- og náttúruvísindasviðs við Hjarðarhaga. Hann hefst kl. 16:45 og lýkur 18:15.

Þetta verður kynningarfundur á framhaldsnámi í stærðfræði og tengdum greinum. Nemendum við HÍ og HR hefur verið sérstaklega boðið á fundinn og mun félögum Íslenska stærðfræðafélagsins gefast kostur á að miðla reynslu sinni til þeirra. Allir eru velkomnir og við hvetjum sérstaklega þá sem hafa lokið framhaldsnámi á þessari öld til að mæta.

Boðið verður upp á hressingu á fundinum.

Fundur með erindi

Tími: 
1. mars 2011 - 16:45
Staðsetning: 
Verzlunarskóla Íslands við Ofanleiti 1

Fundur verður í Íslenska stærðfræðafélaginu þriðjudaginn 1. mars í húsnæði Verzlunarskóla Íslands við Ofanleiti 1. Gestir eru beðnir um að ganga inn um aðalinngang skólans sem snýr að Kringlunni. Þar verður tekið á móti þeim og þeim vísað á réttan stað.

Fundurinn hefst með veitingum að hefðbundnum hætti frá kl. 16:45.

Umræðufundur um stærðfræði í framhaldsskólum

Tími: 
23. febrúar 2011 - 15:30
Staðsetning: 
Menntaskólanum við Hamrahlíð

Íslenska stærðfræðafélagið efnir til umræðufundar um stærðfræði í framhaldsskólum. Fundurinn verður miðvikudaginn 23. febrúar 2011 frá 15:30 til 18:30 í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Allir sem hafa áhuga á að taka þátt í fundinum eru velkomnir.

Aðalfundur 2011

Tími: 
12. janúar 2011 - 16:00
Staðsetning: 
Stofu 11 í Menntaskólanum við Hamrahlíð

Aðalfundur Íslenska stærðfræðafélgasins verður haldinn kl. 16 miðvikudaginn 12. janúar í stofu 11 í Menntaskólanum við Hamrahlíð.

Íslenska stærðfræðafélagið hefur aldrei átt sér skráð lög. Stjórn félagsins vill bæta úr því og hefur útbúið meðfylgjandi uppkast að lögum fyrir félagið sem verða lögð fram á fundinum.

Dagskrá fundarins verður:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  2. Skýrsla stjórnar flutt.
  3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til afgreiðslu.
  4. Lagabreytingar.
  5. Umsóknir um félagsaðild bornar upp.

Jólafundur

Tími: 
30. desember 2010 - 16:00
Staðsetning: 
Skála í húsnæði menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð

Jólafundur félagsins hefur í gegnum tíðina mótast af hinu alíslenska jólaboði. Auk þess að drekka kaffi og súkkulaði og borða smákökur hafa félagsmenn hlýtt á óformlegt erindi. Að þessu sinni mun Hermann Þórssion flytja erindi sem hann nefnir: Um líkindahugtakið. Við hvetjum alla til að mæta, sérstaklega þá félagsmenn sem hafa aðsetur í útlöndum.

NORMA 11

NORMA 11 - Norræn ráðstefna um stærðfræðimenntun verður haldin í HÍ við Stakkahlíð dagana 11. – 14. maí 2011.

Fundur með kynningu

Tími: 
18. nóvember 2010 - 16:45
Staðsetning: 
Stofu 157 í VR-II við Hjarðarhaga

Fundur verður í Íslenska stærðfræðafélaginu fimmtudaginn 18. nóvember í stofu 157 í VR-II.

Fundurinn hefst með veitingum að hefðbundnum hætti frá kl. 16:45. Að þeim loknum, eða klukkan 17:15, munu þeir Einar Bjarki Gunnarsson, Guðmundur Einarsson og Jóhann Sigursteinn Björnsson kynna safn stærðfræðihugtaka sem þeir unnu síðastliðið sumar á vefnum www.stæ.is.

Fundur með erindi

Tími: 
20. október 2010 - 16:45
Staðsetning: 
Stofa 254 í Menntaskólanum í Reykjavík

Það verður fundur með erindi hjá Íslenska stærðfræðafélaginu miðvikudaginn 20. október í stofu 253 í Menntaskólanum í Reykjavík (sjá nánar um staðsetningu að neðan). Allir eru velkomnir. Fundurinn hefst með veitingum að hefðbundnum hætti frá kl. 16:45.

Að þeim loknum, eða klukkan 17:15, flytur Bjarni Vilhjálmur Halldórsson dósent við Háskólann í Reykjavík erindi sem hann nefnir: Ferðasaga frá ólympíuleikunum í stærðfræði í Kazakhstan.

Syndicate content