Þríhyrningurinn $A B C$ á myndinni er rétthyrndur, auk þess er $|D E|=\frac{1}{4}|A B|$. Hvað er flatarmál skyggða rétthyrnda ferhyrningsins stór hluti af flatarmáli þríhyrningsins?
Talnamengin $A_1, A_2, A_3,\ldots$ eru mynduð samkvæmt
eftirfarandi mynstri:
$$A_1=\{1\},\, A_2=\{2, 3\},\, A_3=\{4, 5, 6\},\, A_4=\{7, 8, 9, 10\}, \ldots$$
Hver er summa talnanna í menginu $A_{21}$?
Ef þú stendur fyrir framan bílinn hennar Jarþrúðar, þá geturðu lesið stafina framan á honum. Þegar Jarþrúður keyrir á nýja bílnum sínum á eftir þér, þá sérðu í baksýnisspeglinum framan á bíl Jarþrúðar letrað
Mamma og hjúkrunarkonan þurfa að vigta Gutta í fjögurra ára skoðuninni. Gutti vildi aldrei vera kyrr á vigtinni, gretti sig og bara hló. Að lokum gripu þær til þess ráðs að mamma sté á vigtina og
hélt á Gutta, og hjúkrunarkonan las $78$ kg, síðan hélt hjúkrunarkonan á
Gutta og mamma las $97$ kg og að endingu hélt mamma á hjúkrunarkonunni og
Gutti las $141$ kg af vigtinni. Hvað er Gutti þungur?