Skip to Content

Alþjóðaþing stærðfræðinga 2010

Fyrir þá sem hugsa langt fram í tímann, þá mun næsta alþjóðaþing stærðfræðinga verða haldið í Hyderabad á Indlandi, 19-27 ágúst 2010.

25. norræna og 1. bresk-norræna stærðfræðinaþingið

Dagana 8.-11. júní verður 25. norræna og 1. bresk-norræna stærðfræðinaþingið haldið í Osló.

Um er að ræða almennt stærðfræðinaþing sem er skipulagt af stærðfræðafélögum Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar auk stærðfræðafélögum Lundúna og Edinborgar.

Þingið er skipulagt þannig að á morgnana munu verða 50 mínútna fyrirlestrar, alls 11 talsins. Á eftirmiðdögunum verða síðan 7 samhliða fyrirlestraraðir. Frekari upplýsingar um dagskrá þingsins munu birtast á vef þess.

Fundur með erindi

Tími: 
12. mars 2009 - 16:45
Staðsetning: 
Stofu 155 í VR-II

Fundurinn hefst með veitingum að hefðbundnum hætti frá kl. 16:45.

Að þeim loknum, eða klukkan 17:00, flytur Pawel Bartoszek erindi sem hann nefnir: Kosningakerfið með augum stærðfræðings.

Ágrip: Að undanförnu hefur töluvert verið rætt um breytingar á kosningalögum og þá sérstaklega hugmyndir í átt til þess að auka persónukjör. Farið verður í ólíkar aðferðir sem mögulegar eru í þessum efnum. Að auki verður velt upp nokkrum öðrum útfærslum að kosningakerfum við kosningar til Alþingis, s.s. einmenningskjördæmum og þýska kerfinu og rætt um kosti þeirra og galla.

Málþing um stærðfræðimenntun og ný skólalög

Tími: 
5. febrúar 2009 - 16:00
Staðsetning: 
Stofu HT-105 í Háskólatorgi

Íslenska stærðfræðafélagið, Flötur félag stærðfræðikennara og Félag raungreinakennara boða til málþings um ný skólalög og stærðfræðimenntun fimmtudaginn 5. febrúar kl. 16.00 í stofu HT-105 í Háskólatorgi (í kjallaranum undir Háskólamatstofunni).

Tilgangur málþingsins er að kynna ný lög um grunn-, framhalds- og háskóla sem tóku gildi á síðasta ári og ræða hvernig stærðfræðinni muni vegna í þessu nýja lagaumhverfi.

Málþingið hefst með framsöguerindum og síðan verða pallborðsumræður.

Framsögumenn eru:

  • Ágúst Ásgeirsson, framhaldsskólakennari.

Fundur með erindi

Tími: 
3. desember 2009 - 16:45
Staðsetning: 
Stofu 158 í VR-II við Hjarðarhaga 6

Fundurinn hefst með veitingum að hefðbundnum hætti frá kl. 16:45.

Að þeim loknum, eða klukkan 17:15, flytur Viðar Hrafnkelsson erindi sem hann nefnir: Stærðfræðilegt líkan af metabolisma glúkósa og insúlíns.

Fundur með erindi

Tími: 
8. janúar 2009 - 16:45
Staðsetning: 
Tilkynnt seinna

Fundurinn hefst með veitingum að hefðbundnum hætti frá kl. 16:45.

Að þeim loknum, eða klukkan 17:15, flytur Páll Melsted erindi sem hann nefnir: Slembigangur á Kúkúhakkatöflum.

Jólafundur

Tími: 
29. desember 2008 - 17:00
Staðsetning: 
Skólabæ, Suðurgötu 26 Reykjavík

Jólafundur félagsins hefur í gegnum tíðina mótast af hinu alíslenska jólaboði. Auk þess að drekka kaffi og súkkulaði og borða smákökur hafa félagsmenn hlýtt á óformlegt erindi. Að þessu sinni mun Kristín Bjarnadóttir tala. Markmið fundarins er að sýna sig og sjá aðra. Við hvetjum alla til að mæta, sérstaklega þá félagsmenn sem hafa aðsetur í útlöndum.

Fundur með erindi

Tími: 
11. desember 2008 - 16:45
Staðsetning: 
Stofa V-158 í VR-II

Fundurinn hefst með veitingum að hefðbundnum hætti frá kl. 16:45.

Að þeim loknum, eða klukkan 17:15, flytur Hannes Helgason erindi sem hann nefnir: Stikalausar aðferðir við mat og leit á hásveiflandi merkjum.

Fundur með erindi

Tími: 
16. október 2008 - 17:15
Staðsetning: 
Stofa 157 í VR-II, Hjarðarhaga 6

Fundurinn hefst með veitingum að hefðbundnum hætti frá kl. 16:45.

Að þeim loknum flytur Mark Dukes, sérfræðingur við Stærðfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskólands, erindi sem hann nefnir: Permutations and partially ordered sets.

I will present some results from a recently completed project in discrete mathematics. It ties together several objects; pattern avoiding permutations, partially ordered sets, and chord diagrams. Each of these will be explained and then we will show how each object can be encoded by a special sequence of numbers.

Aðalfundur

Tími: 
2. október 2008 - 17:15
Staðsetning: 
Stofa 155 í VR-II, Hjarðarhaga 6.

Aðalfundur félagsins fyrir árið 2007.

Syndicate content