Skip to Content

Ferhyrningur ákvarðast af fjórum strikum í sömu sléttu þannig að hvor endapunktur hvers striks er einnig endapunktur nákvæmlega eins annars striks.

Strikin kallast þá hliðar ferhyrningsins og endapunktar strikanna kallast hornpunktar hans. Tvær hliðar með sameiginlegan hornpunkt ákvarða horn ferhyrningsins.

Tvær hálflínur með sama upphafspunkt mynda horn. Upphafspunktur hálflínanna kallast þá oddpunktur hornsins og hálflínurnar kallast armar þess. Á myndinni sést horn með oddpunkt $O$ og arma $h$ og $k$.

Þegar armar horns liggja ekki á sömu línu, þá er sagt að hornið sé eiginlegt horn. Ef hinsvegar armar horns eru gagnstæðar hálflínur, þá er sagt að hornið sé beint; en ef armar horns eru sama hálflínan, þá er sagt að hornið sé núllhorn.

Punktur sem ekki liggur á örmum eiginlegs horns er innaní horninu ef hann liggur á striki með endapunka á örmum þess, en utanvið hornið annars.

Þrír ólíkir punktar $A$, $B$ og $C$ ákvarða þríhyrning. Punktarnir $A,B,C$ kallast þá hornpunktar þríhyrningsins og strikin $AB$, $BC$ og $AC$ kallast hliðar hans. Þríhyrningurinn með hornpunkta $A$, $B$ og $C$ er yfirleitt táknaður með $ABC$. Það skiptir ekki máli í hvaða röð hornpunktarnir eru skrifaðir; þannig eru $ABC$ og $CAB$ t.d. sami þríhyrningurinn. Það er venja að tákna hornpunkta þríhyrnings með hástöfum.

Syndicate content