Látum f:X→Y vera vörpun. Ef f varpar ólíkum stökum úr skilgreiningarmenginu X í ólík stök úr bakmenginu Y, þ.e. ef fyrir sérhver x1,x2∈X með x1≠x2 gildir að f(x1)≠f(x2), er sagt að f sé eintæk.
Að f varpi ólíkum stökum úr X í ólík stök úr Y má einnig orða svo að ef f varpar tveimur stökum x1 og x2 úr X í sama stakið úr Y, þá verði x1 og x2 að vera sama stakið. Með öðrum orðum er f eintæk ef og aðeins ef fyrir sérhver x1,x2∈X með f(x1)=f(x2) gildir að x1=x2.