Skip to Content

Strik sem hefur báða endapunkta sína á hring kallast strengur í hringnum. Ef strengurinn liggur í gegnum miðju hringsins þá kallast hann miðstrengur og lengd miðstrengsins kallast þvermál hringsins. Hringur með geisla $r$ hefur þvermál $2r$.

Látum $A$ og $B$ vera tvær rúmmyndir í evklíðsku rúmi $\mathbb{E}$. Við segjum að myndirnar séu einslaga ef til er stríkkun $f$ á $\mathbb{E}$ þannig að $f(A)$ og $B$ séu eins rúmmyndir.

Óformlega má orða þetta sem svo, að einslaga rúmmyndir líta eins út, nema hvað þær eru mis stórar. Því er hægt að líta á aðra myndina sem stækkaða eða minnkaða útgáfu af hinni sem hefur verið hliðrað, snúið og hugsanlega speglað.

Ef báðir armar horns skera hring, þá er náið samband milli stærðar hornsins og stærða hringboganna sem skurðpunktarnir ákvarða. Þá er sagt að hornið spanni bogana. Fjögur tilfelli fást eftir því hvar oddpunktur hornsins er.

  • Topppunktur hornsins er miðja hringsins:   Slíkt horn kallast miðhorn. Þá er stærð hornsins jöfn stærð bogans sem það spannar samkvæmt skilgreiningu á gráðutali hringboga.

Ef þríhyrningur hefur hliðarlengdir $a, b$ og $c$ og $s=\frac{1}{2}(a+b+c)$ er hálft ummálið, þá segir regla Herons að flatarmál þríhyrningsins sé $$ F = \sqrt{s (s - a)(s - b)(s - c)}. $$

Dæmi:   Þríhyrningurinn hér að ofan hefur hliðarlengdir $a=13$, $b=16$ og $c=21$. Við reiknum út $s$ og fáum að $s=25$. Þá getum við reiknað flatarmálið: $$ F = \sqrt{25\cdot (25-13)\cdot (25-16) \cdot (25-21)}=30\cdot \sqrt{15}. $$

Stærð horns í evklíðsku rúmi má tilgreina með bogamáli þess. Bogamál er rauntala og við táknum bogamál hornsins $\angle AOB$ með $|\angle AOB|$.

Ef tvær hliðar eru eins í þríhyrningi, þá er þríhyrningurinn sagður vera jafnarma. Þá er þriðja hliðin kölluð grunnhlið þríhyrningsins.

Tveir punktar $A, B$ í sléttu ákvarða strikið $AB$. Þrír punktar $A, B, C$ í sléttu ákvarða þríhyrninginn $ABC$. Almennt ákvarðar n-und $n$-und $(A_1,\ldots,A_n)$ af punktum í sléttu marghyrninginn $A_1A_2\cdots A_n$. Við köllum punktana $A_k$ hornpunkta marghyrningsins og strikin $A_k A_{k+1}$ hliðar hans. Auk þess er strikið $A_nA_0$ hlið í marghyrningnum. Horn marghyrningsins eru hornin $\angle A_{k-1} A_k A_{k+1}$, $\angle A_nA_0A_1$ og $\angle A_{n-1}A_nA_0$. Punktur er sagður á jaðri marghyrnings, ef hann er á einhverri hlið hans.

Lína sem fer í gegnum oddpunkt horns og skiptir horninu í tvö eins horn kallast helmingalína hornsins.

Setning:   Helmingalínur horna þríhyrnings skerast allar í einum punkti. Skurðpunkturinn er miðja innritaðs hrings þríhyrningsins.

Hér á að vera hreyfimynd en því miður er ekki hægt að birta hana. Til að sjá myndina þarf að að setja upp Java.

Eins (þríhyrningar)

Tveir þríhyrningar eru eins ef flytja má annan þannig að hann falli algerlega ofan í hinn. Þríhyrningareglurnar gefa skilyrði sem tryggja þetta. Þær eru:

  1. Ef tvær hliðar og hornið á milli þeirra eru eins í þríhyrningunum, þá eru þríhyrningarnir eins.

Látum $\Delta ABC$ vera þríhyrning og $M$ vera miðpunkt hliðarinnar $BC$. Strikið $AM$ kallast þá miðstrik þríhyrningsins frá hornpunktinum $A$. Miðstrik er oftast táknuð með bókstafnum $m$ eða $m_A$ ef við viljum tilgreina hornpunktinn.

Miðstrik þríhyrnings skerast öll í einum punkti sem er kallaður þungamiðja þríhyrningsins.

Syndicate content