Á myndinni má sjá hring með miðju í A og geisla 9, og annan minni hring með miðju í D og geisla 4. Sameiginlegir snertlar BC og EF eru dregnir. Ákvarðið lengd EF
Í Langtíburtistan er haldin stærðfræðikeppni sem í eru 25 dæmi. Fyrir rétt svar eru gefin 4 stig en eitt stig er dregið frá fyrir rangt svar. Keppandi sem svaraði öllum spurningunum fékk 70 stig. Hvað svaraði hann mörgum spurningum rétt?
Klukkan 10 fyrir hádegi hleypur hlaupari af stað í norðurátt frá punkti A. Hraði hans er 10 km á klukkustund. Hálftíma síðar hjólar hjólreiðamaður af stað frá punkti B sem er 25 km austan við A. Hjólreiðamaðurinn hjólar í norðvestur átt. Nú vill svo til að hlauparinn og hjólreiðamaðurinn hittast. Hver var hraði hjólreiðamannsins?
Þríhyrningurinn ABC á myndinni er rétthyrndur, auk þess er |DE|=14|AB|. Hvað er flatarmál skyggða rétthyrnda ferhyrningsins stór hluti af flatarmáli þríhyrningsins?