Á þokudegi á hafi er skyggni $5$ mílur. Tvö skip $A$ og $B$ eru á
siglingu í gagnstæðar áttir eftir samsíða línum sem eru $3$ mílur hvor frá
annarri. Hraði skips $A$ er $8$ mílur á klukkustund. Skipin sjást hvort
frá öðru í samfleytt $24$ mínútur. Hversu hratt siglir skip $B$ í mílum á
klukkustund?
$ABCD$ er ferningur með hliðarlengd 12. Valdir eru punktar $E$, $F$
og $G$ á hliðunum $BC$, $CD$ og $DA$ (í þessari röð) þannig að
$|BE|:|BC|=1:4$, $|DF|:|DC|=1:3$ og $|AG|:|AD|=1:2$. Hvert er flatarmál
þríhyrningsins $GEF$?
Gefinn er þríhyrningur $A B C$ og punktur $D$ á hliðinni $AB$ þannig að $|A D|=|C D|=|B C|$ og $\angle B A C= 40^\circ$. Hvað er hornið $\angle D C B$ stórt?
$OPQ$ er fjórðungur úr hring. Dregnir eru hálfhringir
með miðstrengi $OP$ og $OQ$. Skyggðu svæðin hafa flatarmál $a$ og $b$
eins og merkt er á myndinni.
Hvert er hlutfallið $\frac{a}{b}$?
Algebrulegu stærðunum $2x+1$, $2x-3$, $x+2$, $x+5$ og $x-3$ má raða
upp þannig að summa þriggja fyrstu er $4x+3$ og summa þriggju síðustu er
$4x+4$. Stærðin í miðjunni er þá
Myndin sýnir tvo ferninga, annan með hring innritaðan og hinn innritaðan í sama hring. Ef mismunurinn á flatarmálum ferninganna er $32$, þá er geisli hringsins
Skál er fyllt með blöndu vatns og ediks í hlutföllum $2:1$. Önnur skál,
sem tekur tvöfalt meira en sú fyrsta, er fyllt með blöndu vatns og ediks
í hlutföllum $3:1$. Ef innihaldi skálanna tveggja er nú hellt í þriðja
ílátið, þá er hlutfallið á milli vatns og ediks