Myndin sýnir tvo ferninga, annan með hring innritaðan og hinn innritaðan í sama hring. Ef mismunurinn á flatarmálum ferninganna er $32$, þá er geisli hringsins
Lausn
Með því að snúa minni ferningnum, þá getum við gert ráð fyrir að
hornpunktar hans falli saman við snertipunkta hringsins við stærri
ferninginn, eins og sýnt er á myndinni. Við tökum þá eftir að flatarmál stærri ferningsins er
tvöfalt flatarmál þess minni. Til að sjá það drögum við einfaldlega
hornalínur minni ferningsins. Ef við táknum flatarmál þess stærri með
$F$ og þess minni með $f$, þá höfum við jöfnurnar $F-f=32$ og $F=2f$ sem
saman gefa $f=32$ og $F=64$. Hliðarlengd stærri ferningsins er þá 8 og geisli
hringsins 4.