Píluskífa hefur þrjá hringi (sjá mynd). Fjöldi stiga sem
fást fyrir að lenda í hverju svæðanna þriggja er eins og
sýnt er á myndinni. Minnsti fjöldi pílukasta sem þarf til þess að hljóta
nákvæmlega 21 stig er
Ellefu jafnmunarunur eru myndaðar með mun 13 og byrjunartölu 1991, 1992,
1993, $\dots$, 2001. Runurnar eru endalausar. Fjöldi runanna sem innihalda
ferningstölu er
Myndin sýnir tvo ferninga, annan með hring innritaðan og hinn innritaðan í sama hring. Ef mismunurinn á flatarmálum ferninganna er $32$, þá er geisli hringsins
Skál er fyllt með blöndu vatns og ediks í hlutföllum $2:1$. Önnur skál,
sem tekur tvöfalt meira en sú fyrsta, er fyllt með blöndu vatns og ediks
í hlutföllum $3:1$. Ef innihaldi skálanna tveggja er nú hellt í þriðja
ílátið, þá er hlutfallið á milli vatns og ediks
Maja sló grasflöt sem var rétthyrningur $20$ m sinn
um
$12$ m að stærð. Hún byrjaði á því að slá ræmu umhverfis flötinn og hélt svo áfram
eins og sýnt er á myndinni. Ef sláttuvélin sló braut sem var $1$ m á breidd,
hversu oft þurfti Maja að beygja um $90^\circ$ til vinstri?
Ísmolabakki hefur tvö hólf P og Q. Hvort hólf hefur málin
$4$ cm $\times$ $4$ cm $\times$ $3$ cm, eins og sýnt er á myndinni. Hólf P er
fullt af vatni og hólf Q er hálffullt. Bakkanum er síðan hallað um
kantinn sem bent er á á myndinni þannig að botninn
myndi $45$ gráðu horn við grunnflötinn. Hvað flæða margir rúmsentímetrar
úr bakkanum?