Reglulegur áttflötungur situr innan í teningi eins og sýnt er á myndinni, þannig að hornpunktar áttflötungsins eru jafnframt miðpunktar hliða teningsins. Hvert er hlutfallið á milli yfirborðsflatarmáls áttflötungsins og yfirborðsflatarmáls teningsins?
Fjarlægð milli mótlægra hliða í reglulegum áttflötungi er $d$.
Hver er lengd kantanna? (Reglulegur áttflötungur hefur sex horn, átta
hliðar og tólf kanta. Hliðarnar eru jafnstórir jafnhliða
þríhyrningar. Myndirnar sýna reglulegan áttflötung, á annarri myndinni er
hann gegnsær en á hinni ekki.)
Teningur sem er $11$ cm á hvern kant er búinn til með því að líma saman $11^3$ teninga sem hver er $1$ cm á kant. Hver er mesti fjöldi einingarteninga sem hægt er að sjá í einu?