Sé fótstigi reiðhjóls snúið um einn hring þá færist reiðhjólið áfram um 6 metra. Á fremra tannhjóli eru 40 tennur og á því aftara 15 tennur. Ef skipt er um tannhjól þannig að það fremra hafi 60 tennur og það aftara 20, hversu langt fer þá reiðhjólið ef fótstiginu er snúið einn hring?
Þrjú pör halda veislu. Þegar hver veislugestur kemur inn í veislusalinn
heilsar hann (eða hún)
öllum þeim, sem þegar eru komnir, nema maka sínum. Þegar allir eru komnir
spyr einn úr hópnum alla hina hversu mörgum þau heilsuðu við komuna og
fær 5 mismunandi svör. Hve mörgum heilsaði fyrirspyrjandi þegar hann kom
inn?