Hvaða tölustafur er lengst til hægri í tölunni $2^{1994}-1993$?
Tökum eftir að síðasti tölustafur $2^k$ er sá sami og síðasti tölustafur $2^j$ þar sem $j$ er afgangurinn þegar 4 er deilt í $k$. Nú fást $2$ í afgang þegar við deilum $4$ í $1994$ og því endar $2^{1994}$ á sama tölustaf og $2^2=4$. Þá endar $2^{1994}-1993$ á $4-3=1$.