Á myndinni eru $A$, $B$ og $C$ snerti-punktar. Punkturinn $C$ er á
helmingalínu hornsins $\angle A D B$ og línurnar gegnum $C$ og $D$ eru
samsíða. Hver er lengdin $x$?
Lausn
Látum $O$ vera miðpunkt hringsins.
Þegar við framlengjum strikin $D A$ og $D B$ skera þau línuna gegnum $C$ í
$P$ og $Q$. Nú er $O$ á helmingalínu hornsins $\angle A D B$ því $O$ er í
sömu fjarlægð frá örmum þess. Punktarnir $D$, $O$ og $C$ eru því allir á
sömu línunni. Þar sem $C$ er snertipunktur línunnar gegnum $P$ og $Q$
við hringinn, þá er $O C$ hornrétt á $P Q$ og því $C D$ hæðin á $P Q$ sem
hefur lengdina $x+4$. Höfum
nú að þríhyrningarnir $D C P$ og $D C Q$ eru einslaga og því þríhyrningurinn
$P Q D$ jafnhliða.
Þríhyrningarnir $O P Q$, $O D P$ og $O D Q$ hafa allir
flatarmálið
$$
\frac{1}{2}\cdot |P Q|\cdot |O C|=\frac{1}{2}\cdot 2y\cdot \frac{3}{2}=\frac{3y}{2}
$$
þar sem $y$ er hálf hliðarlengd
þríhyrningsins $D P Q$.
Flatarmál $D P Q$ sem er $\frac{1}{2}\cdot 2y\cdot (x+4)=(x+4)y$ er jafnt
samanlögðu flatarmáli $O P Q$, $O D P$ og $O D Q$ svo að
$ 3\frac{3y}{2}=(x+4)y$
og því $x=\frac{9}{2}-4=\frac{1}{2}$.