Á fundi í Karphúsinu sátu $29$ menn saman í kringum hringborð. Allir þessir menn voru með þeim ósköpum fæddir að annaðhvort sögðu þeir aldrei satt orð eða hvert einasta orð sem þeir sögðu var satt. Og þar sem þeir sitja þarna í kringum borðið segja þeir allir í kór „Næst mér á báðar hendur sitja lygarar“. Sýnið að í það minnsta $10$ af mönnunum segja alltaf satt. Er mögulegt að nákvæmlega $10$ af þeim séu sannsöglir?
Fimm tölustafa tala er búin til með því að nota hvern af tölustöfunum $1$, $3$, $5$, $7$, $9$ einu sinni. Tölustafirnir sem eru í tuga- og þúsundasætunum eru hvor um sig stærri en tölustafirnir til hliðar við þá. Hvað eru margar slíkar fimm tölustafa tölur til?
Heimski Hans, Mummi meinhorn, Sólveig og Venni vinur liggja öll undir grun um að hafa brotið rúðu í húsi Lalla löggu. Við yfirheyrslu þá kemur eftirfarandi fram:
Hans: „Mummi braut hana.“
Mummi: „Sólveig gerði það.“
Sólveig: „Mummi lýgur.“
Venni: „Ég gerði það ekki.“
Ef aðeins eitt þeirra segir satt og hin þrjú ljúga þá getum við ályktað:
Jörmunrekur og Gutti eru í leik þannig að fyrir framan þá er hrúga
með $40$ eldspýtum, og fer leikurinn þannig fram að þeir skiptast á að
taka eldspýtur úr hrúgunni. Í hvert skipti má taka $1$, $2$, $3$ eða $4$
eldspýtur. Sá tapar sem tekur síðustu eldspýtuna. Gutti hóf leikinn
og tryggði sér strax sigur. Hvað tók Gutti margar eldspýtur í fyrsta sinn?
Jörmunrekur og Gutti eru í leik þannig að fyrir framan þá er hrúga
með $41$ eldspýtu, og fer leikurinn þannig fram að þeir skiptast á að
taka eldspýtur úr hrúgunni. Í hvert skipti má taka $1$, $2$, $3$, $4$ eða $5$
eldspýtur. Sá tapar sem tekur síðustu eldspýtuna. Gutti hóf leikinn
og tryggði sér strax sigur. Hvað tók Gutti margar eldspýtur í fyrsta sinn?
Fimm konur Bryndís, Eydís, Freydís, Hafdís og Vigdís hafa sett upp hatta, sem eru annað hvort hvítir eða svartir að lit. Engin kvennanna veit hvernig litan hatt hún sjálf er með á höfðinu. Nú er vitað að kona með svartan hatt segir ávallt satt en kona með hvítan hatt lýgur alltaf.
Á þremur skerjum sitja $15$ svartbakar og $14$ hettumávar. Á hverju skeri eru að minnsta kosti $4$ svartbakar og $2$ hettumávar. Einnig eru annað hvort fleiri svartbakar en hettumávar á hverju skeri, eða þá að svartbakarnir og hettumávarnir eru jafn margir. Hver er mesti mögulegi fjöldi fugla á skeri?
Í hvert svæðanna A, B, C, D, E, F, G er í byrjun lögð króna
þannig að þorskurinn snúi upp. Tvær aðgerðir eru leyfilegar: (1)
snúa
öllum krónunum innan einhvers hringsins við; (2) sjá til þess að
þorskurinn snúi upp á öllum krónunum innan einhvers hrings.