Þríhyrnt tún með hliðarlengdir $200$ m, $200$ m og $300$ m er girt. Á milli girðingarstaura eru $5$ m. Hversu marga staura þarf?
Á 200 m hliðarnar þarf 41 staur en á 300 m hliðina þarf 61 staur. Hver hornstauranna þriggja er sameiginlegur tveimur hliðum svo heildar fjöldi staura er $41+41+61-3=140$. Getum einnig hugsað okkur að við séum að girða svæði með ummál 700 m. Þá þarf augljóslega 140 staura.