Hverja myndanna er ekki hægt að teikna án þess að lyfta blýantinum frá blaðinu eða fara tvisvar um eitthvert strik?
Fljótséð er að við getum teiknað myndir $A$, $B$ og $C$ án þess að lyfta blýantnum eða fara tvisvar um eitthvert strik. Mynd $D$ er hinsvegar ekki hægt að teikna þannig. Ekki gengur að teikna eins og sýnt er á mynd (a) svo við verðum að byrja eins og sýnt er á mynd (b). Þá getum við haldið áfram eins og sýnt er á myndum (c) og (d), en ljóst er að við getum hvoruga teikninguna klárað án þess að lyfta blýantinum eða fara tvisvar um eitthvert strik.