Skip to Content

Dæmi 17. Efra stig 1991-92

Látum $k$ vera tiltekna heila tölu. Skilgreinum runu $a_n=2^n k+1$ fyrir $n=0,1,2,\ldots$.

(a) Sannið að ekki sé til frumtala $p$ sem gengur upp í alla liði rununnar.

(b) Sannið að ekki séu til frumtölur $p$ og $q$ þannig að sérhver liður í rununni sé deilanlegur annað hvort með $p$ eða með $q$.

Dæmi 18. Efra stig 1991-92

Skilgreinum fall $f(x)=kx(1-x)$ þar sem $k\gt 0$ er fasti. Ákvarðið
skilyrði á töluna $k$ sem eru nægileg og nauðsynleg til þess, að til sé rauntala $c$ þannig að $f(f(c))=c$ en $f(c)\neq c$.

Dæmi 19 Efra stig 1997-1998

Í Maraþonhlaupi (42 km) eru 11 drykkjarstöðvar fyrir keppendur. Köllum drykkjar-stöð-varnar $A, B, C, D, E, F, G, H, I, J, K$, og gerum ráð fyrir að þær raðist meðfram hlaupabrautinni eins og sýnt er á myndinni. Drykkjarstöð $A$ er við upphaf brautarinnar og drykkjarstöð $K$ við enda brautarinnar. Stöðvunum er raðað þannig að samanlögð lengd tveggja sam-liggjandi bila á milli stöðva sé ekki meiri en 10 km, og að samanlögð lengd þriggja samliggjandi bila er að minnsta kosti 13 km.

Dæmi 18 Efra stig 1997-1998

Gefinn er kúptur fimmhyrningur $ABCDE$. Hann er svo þaninn út og búinn til nýr fimmhyrningur $A’B’C’D’E’$. Horn þess nýja eru jafnstór hornum þess gamla, og samsvarandi hliðar í þeim gamla og þeim nýja eru samsíða og fjarlægð á milli þeirra er í öllum tilvikum $4$. Sýnið að ummál fimmhyrningsins $A’B’C’D’E’$ er að minnsta kosti $8\pi$ stærra en ummál upphaflega fimmhyrningsins $ABCDE$.

Dæmi 17 Efra stig 1997-1998

Á stofugólfinu er ljótur hringlaga blettur sem hefur flatarmálið $1$. Sýnið að hægt er að hylja blettinn með þremur ferningslaga mottum sem hver hefur flatarmálið $1$ (án þess að klippa motturnar í sundur).

Dæmi 16 Efra stig 1997-1998

Gutti og Jörmunrekur eru í leik, fyrir framan sig hafa þeir jöfnu $$ \Box\,x+\Box=\Box $$ sem í vantar stuðlana. Leikurinn felst í því að Gutti byrjar að velja tölu í einhvern reitanna, svo setur Jörmunrekur tölu í annan reitanna tveggja sem þá eru eftir, og loks setur Gutti tölu í síðasta reitinn. Gutti hefur það markmið að jafnan sem kemur út hafi enga lausn.

  • Útskýrið hvernig Gutti getur alltaf náð þessu markmiði, óháð því hvað Jörmunrekur gerir þegar hann á að velja tölu.
  • Útskýrið að Gutti getur líka leikið þannig að jafnan hafi nákvæmlega eina lausn, óháð því hvað Jörmunrekur gerir.
  • Útskýrið að Gutti getur einnig leikið þannig að jafnan hafi óendanlega margar lausnir, óháð því hvað Jörmunrekur gerir.
Syndicate content