Gefinn er kúptur fimmhyrningur ABCDE. Hann er svo
þaninn út og búinn til nýr fimmhyrningur A′B′C′D′E′.
Horn þess nýja eru jafnstór hornum þess gamla, og
samsvarandi hliðar í þeim gamla og þeim nýja eru samsíða og fjarlægð á
milli þeirra er í öllum tilvikum 4. Sýnið að ummál fimmhyrningsins
A′B′C′D′E′ er að minnsta
kosti 8π stærra en ummál upphaflega fimmhyrningsins ABCDE.