Processing math: 100%
Skip to Content

Dæmi 19 Efra stig 1997-1998

Í Maraþonhlaupi (42 km) eru 11 drykkjarstöðvar fyrir keppendur. Köllum drykkjar-stöð-varnar A,B,C,D,E,F,G,H,I,J,K, og gerum ráð fyrir að þær raðist meðfram hlaupabrautinni eins og sýnt er á myndinni. Drykkjarstöð A er við upphaf brautarinnar og drykkjarstöð K við enda brautarinnar. Stöðvunum er raðað þannig að samanlögð lengd tveggja sam-liggjandi bila á milli stöðva sé ekki meiri en 10 km, og að samanlögð lengd þriggja samliggjandi bila er að minnsta kosti 13 km.

Dæmi 18 Efra stig 1997-1998

Gefinn er kúptur fimmhyrningur ABCDE. Hann er svo þaninn út og búinn til nýr fimmhyrningur ABCDE. Horn þess nýja eru jafnstór hornum þess gamla, og samsvarandi hliðar í þeim gamla og þeim nýja eru samsíða og fjarlægð á milli þeirra er í öllum tilvikum 4. Sýnið að ummál fimmhyrningsins ABCDE er að minnsta kosti 8π stærra en ummál upphaflega fimmhyrningsins ABCDE.

Dæmi 17 Efra stig 1997-1998

Á stofugólfinu er ljótur hringlaga blettur sem hefur flatarmálið 1. Sýnið að hægt er að hylja blettinn með þremur ferningslaga mottum sem hver hefur flatarmálið 1 (án þess að klippa motturnar í sundur).

Dæmi 16 Efra stig 1997-1998

Gutti og Jörmunrekur eru í leik, fyrir framan sig hafa þeir jöfnu x+=

sem í vantar stuðlana. Leikurinn felst í því að Gutti byrjar að velja tölu í einhvern reitanna, svo setur Jörmunrekur tölu í annan reitanna tveggja sem þá eru eftir, og loks setur Gutti tölu í síðasta reitinn. Gutti hefur það markmið að jafnan sem kemur út hafi enga lausn.

  • Útskýrið hvernig Gutti getur alltaf náð þessu markmiði, óháð því hvað Jörmunrekur gerir þegar hann á að velja tölu.
  • Útskýrið að Gutti getur líka leikið þannig að jafnan hafi nákvæmlega eina lausn, óháð því hvað Jörmunrekur gerir.
  • Útskýrið að Gutti getur einnig leikið þannig að jafnan hafi óendanlega margar lausnir, óháð því hvað Jörmunrekur gerir.

Dæmi 15 Efra stig 1997-1998

Punktur P er valinn innan í þríhyrningnum ABC. Í gegnum P eru dregnar línur samsíða hliðum þríhyrningsins. Þá myndast þrír minni þríhyrningar, sem hafa flatarmál 4, 9 og 49. Hvert er flatarmál stóra þríhyrningsins ABC?

Dæmi 14 Efra stig 1997-1998

Teningur sem er 11 cm á hvern kant er búinn til með því að líma saman 113 teninga sem hver er 1 cm á kant. Hver er mesti fjöldi einingarteninga sem hægt er að sjá í einu?

Dæmi 13 Efra stig 1997-1998

Talan G er margfeldi allra heilla talna frá 100 til 200 (báðar tölurnar taldar með). Hver er hæsta tala n þannig að 5n gengur upp í G?

Dæmi 12 Efra stig 1997-1998

Flytja þarf 150 þvottavélar á milli staða. Til flutninganna er hægt að fá tvennskonar bíla: Stóra bíla sem geta flutt 18 þvottavélar í einu og hver ferð kostar 3.500 kr. og litla bíla sem geta flutt 13 þvottavélar og hver ferð kostar 2.500 kr. Hvað á að panta marga bíla af hvorri gerð til að flutningarnir kosti sem minnst?

Dæmi 11 Efra stig 1997-1998

Stúdent fékk samtímis reikning frá skósmið og skraddara, sam- tals að upphæð 110 kr. Hann átti hinsvegar aðeins 30 kr. og greiddi með þeim skraddaranum 14 og skósmiðnum 13 af upphæð reikninganna. Hve háir voru þeir?

Dæmi 10 Efra stig 1997-1998

Gefnar eru fjórar heiltölur. Þegar þrjár þeirra eru lagðar saman fást útkomurnar 180,197,208,222. Hvert er gildi stærstu tölunnar af upphaflegu tölunum fjórum?

Syndicate content