Skip to Content

Dæmi 8. Neðra stig 1993-94

Ef $x$ er rauntala, þá er ójafnan $1\le |x-2|\le 7$ jafngild

Dæmi 1. Neðra stig 1993-94

Ef $3t-1=s-3$, þá er $t-3$ jafnt

Dæmi 10. Efra stig 1992-93

Ef $x$ er rauntala, þá er $(1-|x|)(1+x)$ stærra en $0$ ef og aðeins ef

Dæmi 13. Efra stig 1992-93

Fyrir hvaða gildi á rauntölunni $a$ hafa jöfnurnar $x^2+ax+1=0$ og $x^2-x-a=0$ sameiginlega rauntölulausn?

Dæmi 15. Efra stig 1992-93

Gefin er tala $a\ge 1$. Finnið allar lausnir $x$ á jöfnunni $$ \sqrt{a-\sqrt{a+x}} = x. $$

Dæmi 5. Úrslitakeppni 1992-93

Gefnar eru rauntölur $x,y,z \gt 0$ þannig að $x+y+z = 1$. Sýnið að $$ \left(1 + {1 \over x}\right)\left(1 + {1 \over y}\right) \left(1 + {1 \over z}\right)\;\ge\;64. $$

Dæmi 2. Úrslitakeppni 1991-92

Sýnið að fyrir sérhverjar rauntölur $a, b, c, d \gt 0$ gildir $$ a b c d (a^{-3}+b^{-3}+c^{-3}+d^{-3})\ge a+b+c+d $$

Dæmi 14. Efra stig 1991-92

Ákvarðið allar lausnir á jöfnunni $\sqrt[3]{x+9}-\sqrt[3]{x-9}=3$.

Dæmi 16 Efra stig 1997-1998

Gutti og Jörmunrekur eru í leik, fyrir framan sig hafa þeir jöfnu $$ \Box\,x+\Box=\Box $$ sem í vantar stuðlana. Leikurinn felst í því að Gutti byrjar að velja tölu í einhvern reitanna, svo setur Jörmunrekur tölu í annan reitanna tveggja sem þá eru eftir, og loks setur Gutti tölu í síðasta reitinn. Gutti hefur það markmið að jafnan sem kemur út hafi enga lausn.

  • Útskýrið hvernig Gutti getur alltaf náð þessu markmiði, óháð því hvað Jörmunrekur gerir þegar hann á að velja tölu.
  • Útskýrið að Gutti getur líka leikið þannig að jafnan hafi nákvæmlega eina lausn, óháð því hvað Jörmunrekur gerir.
  • Útskýrið að Gutti getur einnig leikið þannig að jafnan hafi óendanlega margar lausnir, óháð því hvað Jörmunrekur gerir.

Dæmi 10 Efra stig 1997-1998

Gefnar eru fjórar heiltölur. Þegar þrjár þeirra eru lagðar saman fást útkomurnar $180, 197, 208, 222$. Hvert er gildi stærstu tölunnar af upphaflegu tölunum fjórum?

Syndicate content