Skip to Content

Dæmi 22. Neðra stig 1993-94

Hversu margar náttúrlegar tölur hafa tölustafi sína í strangt vaxandi röð (eins og til dæmis talan $2458$)?

Dæmi 12. Efra stig 1992-93

Námsmaður nokkur gengur daglega frá $A$ til $B$. Hann gengur annaðhvort alltaf í suður eða austur, en til tilbreytingar þá kastar hann upp krónu um hvort hann fer í suður eða austur ef hann á val. Hver eru líkindi þess að hann fari um gatnamót $C$?

Dæmi 10. Neðra stig 1992-93

Allar heilu tölurnar frá $1$ og upp í $1.000.000$ eru prentaðar út. Hve oft kemur tölustafurinn $5$ fyrir?

Dæmi 19. Neðra stig 1991-92

Fjörutíu spjöld eru merkt með tölunum frá 1 upp í 40. Tíu spjöld eru valin af handahófi og tölurnar á þeim lagðar saman. Fjöldi mögulegra útkoma er

Dæmi 5. Úrslitakeppni 1991-92

Í skóla nokkrum eru $1000$ nemendur. Í skólanum er kenndur fjöldi tungumála. Hver nemandi lærir í mesta lagi $5$ tungumál. Svo vill til, að í sérhverjum hópi þriggja nemenda er hægt að finna tvo sem læra sama tungumálið. Sýnið að hægt sé að finna að minnsta kosti $100$ nemendur sem læra allir sama tungumálið.

Dæmi 8. Neðra stig 1991-92

Ef talan $p$ er valin úr menginu $\{ 1 , 3 , 5 \}$ og $q$ er valin úr menginu $\{ 2 , 4 , 6 , 8 \}$, þá er fjöldi möguleika á því að velja $p$ og $q$ þannig að $p+q\lt 11$ jafn

Dæmi 14. Neðra stig 1991-92

Maja sló grasflöt sem var rétthyrningur $20$ m sinn um $12$ m að stærð. Hún byrjaði á því að slá ræmu umhverfis flötinn og hélt svo áfram eins og sýnt er á myndinni. Ef sláttuvélin sló braut sem var $1$ m á breidd, hversu oft þurfti Maja að beygja um $90^\circ$ til vinstri?

Dæmi 6 Efra stig 1997-1998

Í körfuboltakeppni, þar sem hvert lið leikur einn leik á móti hverju hinna, vann sigurliðið alla leiki sína nema einn, neðsta liðið tapaði öllum leikjum sínum nema einum, og hin liðin unnu fjóra leiki hvert. (Athugið að í körfubolta lýkur leik aldrei með jafntefli.) Hve mörg voru liðin?

Syndicate content