Rétthyrningi er skipt í 4 minni rétthyrninga með tveimur strikum sem eru samsíða hliðum rétthyrningsins (sjá mynd). Ummál þriggja þeirra eru gefin á myndinni. Hvert er ummál fjórða rétthyrningsins?
Þú ert með lykla að þrennum dyrum, $A,B$ og $C$, í höndunum, en veist ekki hvaða lykill gengur að hvaða dyrum. Þú vilt prófa lyklana til að geta merkt þá rétt. Hver er minnsti fjöldi tilrauna sem þú getur fyrirfram sagt með vissu að dugi til að komast að því hvernig á að merkja lyklana, óháð því hvernig einstaka tilraunir fara?
Fjórir punktar $P , Q , R , S$ liggja á beinni línu í planinu með eins kílómetra millibili (sjá mynd). Fara þarf á milli punktanna $P$ og $S$ þannig að fjarlægðin til $Q$ og $R$ verði aldrei minni en 1 kílómetri. Hve langa leið þarf að fara hið minnsta (í kílómetrum)?