Inni í ferningi er minni ferningur þannig að hliðar þeirra eru samsíða. Dregin eru strik milli hornpunkta eins og myndin sýnir. Sýnið að samanlagt flatarmál $A$ og $C$ er jafnt samanlögðu flatarmáli $B$ og $D$.
Svæðin $A$, $B$, $C$ og $D$ eru trapisur. Táknum með $h_A$, $h_B$, $h_C$ og $h_D$ hæðir þeirra. Táknum hliðarlengd stærri ferningsins með $x$ og hliðarlengd þess minni með $y$. Regla um flatarmál trapisu segir að flatarmál $A$ er $F_A=\frac{1}{2}h_A(x+y)$ og sambærilegt fyrir flatarmál hinna svæðanna. Tökum eftir að $h_A+h_C=x-y$, þannig að $$ \begin{aligned} F_A+F_C&=\frac{1}{2}h_A(x+y)+\frac{1}{2}h_C(x+y)\\ &=\frac{1}{2}(h_A+h_C)(x+y)\\ &=\frac{1}{2}(x-y)(x+y). \end{aligned} $$ Eins sést að $F_B+F_D=\frac{1}{2}(x-y)(x+y)$ og því er $F_A+F_C=F_B+F_D$.