Skip to Content

Bréfaskóli

Bréfaskólinn er þjálfunarefni sem sent er út í aðdraganda úrslitakeppni stærðfræðikeppninnar. Hægt er að skrá sig í bréfaskólann með því að senda póst á staekeppni(hjá)gmail.com.

Lesefni og dæmi send út fjórum sinnum yfir veturinn fram að úrslitakeppni. Efni bréfaskólanna er úr algebru, fléttufræði (talningarfræði), rúmfræði og talnafræði. Lausnum skilað inn til yfirferðar og þáttaka er frjáls. Skil fást fyrir heiðarlega tilraun (mest hægt að fá tvö skil fyrir hvern dæmaskammt). Skil reiknast til upphækkunnar á stigum lokakeppni við val á keppendum í norrænu keppnninni. Að komast í norrænu keppnina er nauðsynegt til þess að eiga möguleika að komast á Ólympíuleika í stærðfræði.

Fyrir full skil í bréfaskóla bætist einn sjötti þeirra stiga sem nemandann vantar upp á 60 stig á lokakeppni við útreiknaðan stigafjölda nemandans. Með öðrum orðum, ef nemandi hefur full skil á bréfaskóla og fær X stig í úrslitakeppni, þá reiknast stigafjöldi hans sem X + (60-X)/6. Fyrir skil að hluta aukast stigin í samræmi við það hlutfall.

Dæmi: Ef Jörmunrekur fær 30 stig á lokakeppni en fékk 8/8 skil, þá er útreiknaður stigafjöldi Jörmunreks 35.
Ef Gutti fær 20 stig á úrslitakeppninni þá reiknast stigin hans sem um það vil 23,3 stig.

ViðhengiStærð
Bréfaskóli 2023 - talnafræði dæmaskammtur74.61 KB
Lesefni um talnafræði140.8 KB
Bréfaskóli 2023 - fléttufræði dæmaskammtur113.56 KB
Lesefni um fléttufræði174.94 KB
Bréfaskóli 2023 - algebru lesefni og dæmaskammtur291.85 KB
Bréfaskóli 2023 - rúmfræði dæmaskammtur137.2 KB
Lesefni um rúmfræði171.41 KB