Keppnin 2019-2020
Forkeppni stærðfræðikeppni framhaldsskólanema fór fram um allt land þriðjudaginn 15. október 2019 og var öllum framhaldsskólanemum velkomin þátttaka. Nemendur á neðra stigi eru á fyrsta ári í framhaldsskóla og nemendur á efra stigi koma af bæði öðru og þriðja ári framhaldsskólans. Efstu nemendum á hvoru stigi er boðin þátttaka í úrslitakeppni sem fram fer í byrjun mars. Verkefni forkeppninnar sem og lausnir á þeim er að finna á pdf-formi hér að neðan. Þátttakendur voru alls 302, þar af 149 á neðra stigi og 153 á efra stigi.
Efst á neðra stigi voru:
Sæti | Nafn | Skóli |
---|---|---|
1. | Viktor Már Guðmundsson | Menntaskólanum í Reykjavík |
2. | Sverrir Hákonarson | Verzlunarskóla Íslands |
3. | Karitas T. Z. Friðjónsdóttir | Menntaskólanum í Reykjavík |
4. | Oliver Sanchez | Menntaskólanum við Hamrahlíð |
5. | Sara Ægisdóttir | Fjölbrautaskóla Suðurlands Selfossi |
6.-7. | Óðinn Andrason | Menntaskólanum á Akureyri |
6.-7. | Ólöf María Steinarsdóttir | Tækniskólanum í Reykjavík |
8. | Daniel Święcicki | Fjölbrautaskóla Suðurlands Selfossi |
9. | Svava Þóra Árnadóttir | Kvennaskólanum í Reykjavík |
10.-11. | Egill Magnússon | Verzlunarskóla Íslands |
10.-11. | Sæmundur Árnason | Verzlunarskóla Íslands |
12.-14. | Einar Andri Víðisson | Menntaskólanum í Reykjavík |
12.-14. | Gústaf Nilsson | Verzlunarskóla Íslands |
12.-14. | Ómar Ingi Halldórsson | Verzlunarskóla Íslands |
15.-16. | Dagur Brabin Hrannarsson | Verzlunarskóla Íslands |
15.-16. | Eva Mítra Derayat | Menntaskólanum í Reykjavík |
17.-21. | Alex Orri Ingvarsson | Menntaskólanum í Reykjavík |
17.-21. | Bassirou Matthías Mbaye | Kvennaskólanum í Reykjavík |
17.-21. | Einar Andri Briem | Verzlunarskóla Íslands |
17.-21. | Ingi Hrannar Pálmason | Menntaskólanum á Akureyri |
17.-21. | Katrín Ósk Arnarsdóttir | Menntaskólanum í Reykjavík |
Efst á efra stigi voru:
Sæti | Nafn | Skóli |
---|---|---|
1.-2. | Arnar Ágúst Kristjánsson | Menntaskólanum í Reykjavík |
1.-2. | Kristján Leó Guðmundssson | Menntaskólanum í Reykjavík |
3. | Andri Snær Axelsson | Menntaskólanum í Reykjavík |
4. | Karl Andersson Claesson | Menntaskólanum í Reykjavík |
5. | Kári Rögnvaldsson | Menntaskólanum í Reykjavík |
6. | Bjarki Baldursson Harksen | Menntaskólanum í Reykjavík |
7. | Giovanni Gaio | Fjölbrautaskóla Snæfellinga |
8. | Anna Kristín Sturludóttir | Menntaskólanum í Reykjavík |
9.-10. | Friðrik Snær Björnsson | Menntaskólanum á Akureyri |
9.-10. | Selma Rebekka Kattoll | Menntaskólanum í Reykjavík |
11. | Elvar Pierre Kjartansson | Menntaskólanum í Reykjavík |
12. | Arnar Ingason | Menntaskólanum í Reykjavík |
13.-14. | Magnús Gunnar Gunnlaugsson | Menntaskólanum í Reykjavík |
13.-14. | Nanna Kristjánsdóttir | Menntaskólanum við Hamrahlíð |
15. | Jón Valur Björnsson | Menntaskólanum í Reykjavík |
16.-17. | Ellert Kristján Georgsson | Menntaskólanum í Reykjavík |
16.-17. | Kristófer Fannar Björnsson | Verzlunarskóla Íslands |
18.-19. | Bjarki Sigurjónsson | Verzlunarskóla Íslands |
18.-19. | Brynja Marín Bjarnadóttir | Menntaskólanum á Akureyri |
20.-21. | Benedikt Guðmundsson | Verzlunarskóla Íslands |
20.-21. | Emil Fjóluson Thoroddsen | Menntaskólanum við Hamrahlíð |
22.-23. | Heimir Páll Ragnarsson | Menntaskólanum við Hamrahlíð |
22.-23. | Þorgeir Arnarson | Menntaskólanum í Reykjavík |
24. | Jón Benediktsson | Tækniskólanum í Reykjavík |
25.-27. | Mikael Sævar Scheving Eggertsson | Menntaskólanum við Hamrahlíð |
25.-27. | Sigurður P Fjalarsson Hagalín | Menntaskólanum í Reykjavík |
25.-27. | Vigdís Selma Sverrisdóttir | Menntaskólanum í Reykjavík |
Listi efstu nemenda á efra stigi forkeppninnar er örlítið breyttur miðað við það sem tilkynnt var við afhendingu viðurkenninga. Í ljós kom villa í yfirferð sem olli því að sjö nemendur áttu inni 6 stig ótalin og er listinn hér að ofan því leiðrétt útgáfa. Hlutaðeigandi eru beðnir velvirðingar á þessum mannlegu mistökum. Unnið verður með yfirförnu verklagi á næsta ári til að koma í veg fyrir að viðlíka geti gerst aftur.
Eystrasaltskeppnin
Eystrasaltskeppnin fór fram dagana 15.-19. nóvember 2019 í Szczecin í Póllandi. Heimasíða Eystrasaltskeppninnar árið 2019 er hér. Liðið skipuðu Andri Snær Axelsson, Arnar Ágúst Kristjánsson, Kári Rögnvaldsson, Kristján Leó Guðmundssson og Viktor Már Guðmundsson. Liðstjórar voru Benedikt Blöndal og Sigurður Kári Árnason.
Úrslitakeppnin
Úrslitakeppnin var haldin laugardaginn 7. mars 2020 í stofu M-209 í Háskólanum í Reykjavík en til þeirrar keppni er boðið efstu nemendum á efra og neðra stigi forkeppninnar.
Sæti | Nafn | Skóli |
---|---|---|
1. | Andri Snær Axelsson | Menntaskólanum í Reykjavík |
2. | Arnar Ágúst Kristjánsson | Menntaskólanum í Reykjavík |
3. | Bjarki Baldursson Harksen | Menntaskólanum í Reykjavík |
4. | Karl Andersson Claesson | Menntaskólanum í Reykjavík |
5. | Giovanni Gaio | Fjölbrautaskóla Snæfellinga |
6.-7. | Jón Valur Björnsson | Menntaskólanum í Reykjavík |
6.-7. | Kári Rögnvaldsson | Menntaskólanum í Reykjavík |
8. | Friðrík Snær Björnsson | Menntaskólanum á Akureyri |
9. | Emil F. Thoroddsen | Menntaskólanum við Hamrahlíð |
10. | Kristján Leó Guðmundsson | Menntaskólanum í Reykjavík |
11.-15. | Heimir Páll Ragnarsson | Menntaskólanum við Hamrahlíð |
11.-15. | Magnús Gunnar Gunnlaugsson | Menntaskólanum í Reykjavík |
11.-15. | Nanna Kristjánsdóttir | Menntaskólanum við Hamrahlíð |
11.-15. | Oliver Sanchez | Menntaskólanum við Hamrahlíð |
11.-15. | Sverrir Hákonarson | Verslunarskóla Íslands |
16. | Viktor Már Guðmundsson | Menntaskólanum í Reykjavík |
17. | Elvar Pierre Kjartansson | Menntaskólanum í Reykjavík |
Ofangreindur listi sýnir þau 17 efstu, sem er jafnframt boðið að taka þátt í Norrænu stærðfræðikeppninni þann 30. mars 2020.
Norræna keppnin
Norræna keppnin fór fram þann 30. mars 2020 og vegna heimsfaraldurs Covid-19 tóku keppendur þátt á sínum heimilum í stað þess að taka þátt í sínum heimaskólum.
IMO 2020
Lið Íslands á Ólympíuleikunum í stærðfræði árið 2020 var skipað þeim Andra Snæ Axelssyni, Arnari Ágústi Kristjánssyni, Bjarka Baldurssyni Harksen, Emil F. Thoroddsen, Karli Anderssyni Claesson og Kára Rögnvaldssyni. Keppnin átti að vera í Pétursborg í Rússlandi dagana 8.-18. júlí 2020 en var frestað og flutt yfir á rafrænt form vegna Covid-19. Liðsfélagar tóku þátt í 6 vikna æfingabúðum sumarið 2020 til undirbúnings fyrir keppnina. Rafræn keppni var haldin 21. og 22. september. Keppendur þreyttu keppnina á Hótel Örk í Hveragerði. Fararstjórar voru Álfheiður Edda Sigurðardóttir og Elvar Wang Atlason. Eftirlitsaðili var Violeta Calian. Arnar Ágúst hlaut heiðursviðurkenningu fyrir fullt hús stiga fyrir fyrsta dæmið.
Það má líka finna okkur á Facebook.
Viðhengi | Stærð |
---|---|
NS_Forkeppni_19.pdf | 290.31 KB |
ES_Forkeppni_19.pdf | 278.12 KB |
NS_fork_lausn.pdf | 298.84 KB |
ES_fork_lausn.pdf | 246.48 KB |
lk_lokautg-20_a.pdf | 76.08 KB |
Lokak_2020_lausnir.pdf | 133.51 KB |