Krossinn hér til hliðar er búinn til úr 6 eins ferningum. Ummál hans er 7. Hvert er flatarmál hans?
Ummál krossins er fjórtánföld hliðarlengd ferninganna. Gefið er að ummálið er 7 svo að hliðarlengd ferninganna er 7/14=0,5. Flatarmál hvers fernings er þá (0,5)2=0,25 og flatarmál krossins alls því 6⋅0,25=1,5.