Finnið allar náttúrulegar tölur $m$ og $n$ þannig að $m^2-n^2=72$.
Nú er $$(m+n)(m-n)=m^2-n^2=72=2^3\cdot 3^2$$ og út frá frumþáttuninni á $72$ getum við gert okkur eftirfarandi töflu yfir möguleg gildi á $m+n$ og $m-n$ eftir að við höfum tekið eftir að $m+n \gt m-n$ og að $m+n$ og $m-n$ eru báðar oddatölur eða báðar sléttar til að $m$ og $n$ séu heilar tölur.
Svarið lesum við svo úr töflunni.