Hver er fjöldi sekúndna, sem þrítugur maður hefur lifað? (Setjið kross við töluna, sem er næst réttu svari.)
Ef við reiknum með $360$ dögum í ári, þá er fjöldi sekúnda í $30$ árum jafn $$ \begin{aligned} 30\cdot 360\cdot 24\cdot 60\cdot 60 &= 3\cdot 3,6\cdot 2,4\cdot 6\cdot 6\cdot 10^6\\ &= 1,08\cdot 3,6\cdot 2,4\cdot 10^8\\ &\approx 3,6\cdot 2,4\cdot 10^8\\ &= 8,64\cdot 10^8. \end{aligned} $$
Skekkjan sem við fáum í ofangreindan útreikning með því að gera ráð fyrir að það séu 360 dagar í ári er allavega minni en $$ 30\cdot 6\cdot 24\cdot 60\cdot 60=2\cdot 6^5\cdot 10^3\lt 2\cdot 10^4\cdot 10^3=2\cdot 10^7,$$ því $$6^5=2^5\cdot 3^5=32\cdot 9\cdot 9\cdot 3\lt 32\cdot300\lt 10000,$$ og nálgunin sem við gerðum í útreikningunum er minni en $0,1\cdot 8,64\cdot 10^8\lt 1\cdot 10^8$. Skekkjan er því alls minni en $1,2\cdot 10^8$ og svarið okkar því næst því að vera $1$ milljarður.